Betri loftgæði
Plöntur sía loftið á náttúrulegan hátt, þær nota koltvísýring, vatn og orku sólarljóssins til uppbyggingar, ferlið köllum við ljóstillífun og aukaafurð hennar er súrefni. Án ljóstillífunar værum við ekki til. Fjöldi rannsókna gefa til kynna að plöntur bæta andrúmsloftið á vinnustaðnum, þær lækka styrk CO2 og annarra efna sem eru skaðleg í háum styrk, t.d. formaldehýð og benzen, styrkur
mengaða loftsins minnkar og loftið í rýminu reynist ferskara, súrefni eykst. Plöntuveggir innihalda mikið magn af plöntum sem eykur getu þeirra til að fjarlægja ofnæmisvaka, mengandi efni og rokgjörn lífræn efnasambönd (VOC) úr loftinu sem við öndum að okkur. VOC losnar í andrúmsloftið frá algengum hlutum eins og gólfefni, tré, húsgögnum, tölvum og málningu.
Aukin framleiðni
Rannsóknir hafa sýnt fram á að lifandi plöntuveggir geta hjálpað til við að draga úr einkennum streitu og kvíða og aukið framleiðni. Rannsókn sem gerð var við “The Royal College of Agriculture á Englandi” leiddi í ljós að nemendur sýndu aukna athygli þegar þeim var kennt í herbergjum sem innihéldu plöntur. Niðurstöður úr annarri rannsókn sem gerð var við háskólann í Exeter á Englandi sýndu fram á að „grænar skrifstofur“ sjá að meðaltali 15% aukningu á framleiðni starfsmanna.
Hljóðvist
Lifandi plöntuveggir draga úr útbreiðslu hljóðbylgna og bæta hljóðvist. Að koma fyrir plöntum í byggingum er mjög hagkvæm aðferð til að bæta hljóðvist.
Aukin orka og meiri gleði
Plöntur hafa jákvæð og róandi áhrif á okkur mannfólkið. Rannsóknir hafa sýnt að starfsmenn sem vinna í umhverfi með plöntum þjást síður af þunglyndi, kvíða og þreytu. Mannfólkið er erfðafræðilega uppbyggt til að líða best í náttúrunni. Sífellt fleiri leitast við að hanna rými í takt við náttúruna. Lifandi plöntuveggir eru góð lausn til að tengjast náttúrunni innandyra og stuðla að aukinni vellíðan.