Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu ef verslað er fyrir 9500 kr eða meira.
Þar að vera með sérstaka lýsingu á Mánagulls plönturnar?
Nei þær vaxa hraðar í góðri birtu en lifa vel í gluggalausu rými og við lítil birtuskilyrði. Þær vilja síst vera í beinu sólarljósi.
Er hægt að kaupa bakkana sér?
Já það er hægt, sjá nánar vörur á heimasíðu. Við mælum með að nota Mánagullsplöntur í bakkana þar sem þeir eru hannaðir fyrir þær plöntur.
Er hægt að skila vörunni?
Já 14 daga skilafrestur er á vörum og full endurgreiðsla.
Ef ég uppgötva óværu á plöntunum mínum hvað er til ráða?
Plöntur eru lifandi og geta alltaf borið með sér einhvers konar óværu. Við hjálpum kaupanda að finna lausnir við þessu en tökum ekki ábyrgð á plöntunum eftir að þær eignast nýtt heimili.
Setjið þið upp plöntubakkana?
Leiðbeiningar eru um uppsetningu eru á heimasíðu okkar. Við bjóðum upp á uppsetningarþjónustu fyrir þá sem óska þess sjá nánar undir vörur.
Eru plönturnar eitraðar?
Blöðin á Mánagullsplöntum eru eitruð sé þeirra neytt í miklu magni. Ástæðan er sú að plantan hjálpar til við að hreinsa loftið inni hjá okkur og fjarlægja óæskileg eiturefni úr loftinu. Plöntuveggirnir eru staðsettir þannig að gæludýr og ung börn ná ekki til þeirra.
Er heimsending í boði á landsbyggðinni?
Því miður bjóðum við eingöngu upp á afhendingu/heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu.
Get ég keypt gjafabréf hjá ykkur?
Já það er hægt ef haft er samband við okkur í gegnum tölvupóstfangið katrin@managull.is